Baroness Emma Orczy
Barónsfrúin Emma Magdolna Rozália Mária Jozefa Borbála ,,Emmuska'' Orczy de Orci var rithöfundur og leikskáld, bresk að ríkisfangi en fædd í Ungverjalandi. Hún er þekktust fyrir röð skáldsagna um ,,Rauðu akurliljuna'' (e. the Scarlet Pimpernel), Englendinginn Sir Percy Blakely sem leikur tveimur skjöldum - þykist vera ríkur spjátrungur en er í raun fimur skylmingamaður sem bjargar frönskum aðalsmönnum frá fallöxinni á tímum frönsku byltingarinnar. Með sköpun Blakely lagði Emma Orczy línurnar fyrir fleiri dulbúnar hetjur sem fylgdu á eftir.